HOLLAR VALENTÍNUSARVÖFFLUR (KONUDAGSVÖFFLUR ;) )

Hollar Valentínusarvöflur (eða konudagsvöfflur ;) )

2 egg + 2 eggjahvítur
3 msk Formúla 1 sjeikduft að eigin vali
3 msk hreint prótín að eigin vali
3 msk hveitikím
2 msk agave sýróp
1 msk kaldpressuð kókosolía, velgd

Allt þeytt saman

3 tsk vínsteinslyftidufti og smá vanilludropum/dufti bætt út í.



Má þynna með hrísmjólk eða hvaða mjólk sem þú vilt :) Dugar í Ca fjórar vænar vöfflur :)VALENTÍNUSARVÖFFLUR


Þegar lífið liggur við

Það virðist stundum vefjast svolítið fyrir manni að lifa í núinu. Allavega þekki ég það mjög vel.

 Sjálf er ég þannig að ég þarf helst að vera með 100 hluti í gangi í einu og svo væli ég yfir því að hafa of mikið að gera og hafa ekki tíma til að setjast niður eða horfa á sjónvarpið eða hitta vinina. 

Við sköpum okkar veruleika sjálf og við stjórnum algerlega sjálf hvernig við eyðum okkar tíma. Við vitum að hæfilegum skammti af tíma okkar ætti að eyða í samverustundir með vinum og vandamönnum og við vitum lika að við þurfum nægan svefn. En skipuleggjum við tíma okkar með þessu tilliti?

 Þegar maður verður háður árangri og framþróun gleymir maður þessu oft, þá fer allur tími í vinnu, undirbúning, hugmyndasmíði og oft sefur maður ekki einu sinni fyrir hausnum sem þrátt fyrir að vera búinn að vera á fullu allan daginn, -bara stoppar ekki!

Þetta er algengt vandamál hjá mér og örugglega mjög mörgum sem vilja hafa margt á takteinunum.

Lausnin er að innleiða ákveðið magn af kæruleysi inn í lífið, það er lágmark að geta sofið heila nótt. Þannig nærum við líkamann, vöðvana og heilann. Það er nauðsynlegt ef við viljum ekki brenna út. 

Hver þekkir það ekki að vera búinn að vaka langt fram á nótt við að klára eitthvað verkefni og vakna síðan daginn eftir og líða eina og maður hafi verið á fylleríi síðustu nótt og vilja ekkert kannast við að hafa áhuga á því sem fór fram?  Svona brennur fólk út.

Við verðum að kunna að kúpla okkur út andartak, njóta lífsins, finna ilminn af vorinu, horfa á börn leika sér, leyfa okkur að upplifa mómentin sem við hefðum annars alrei tekið eftir en gefa okkur samt svo mikið þegar horft er á stóru myndina. 

Metnaður er frábær og við vitum vel að við náum ekki á þá staði sem við viljum nema setja okkur markmið, taka ákvörðun og muna ætíð eftir henni þegar illa gengur, það heldur okkur við verkið. En litlu lífs mómentin þurfa líka að komast að, annars komum við ALLTAF til með að vera að bíða eftir tímanum þegar við LOKSINS getum verið að njóta þess að vera til.

Trúðu mér sá tími kemur aldrei, þú átt alltaf eftir að finna þér eitthvað verkefni eða meira kemur upp en þú átti von á. Vendu þig á það í dag að njóta þess að vera til þótt það sé mikið að gera, það eru allar líkur á að þú eigir eftir að lifa restina af lífinu þannig hvort sem er.

Þetta snýst allt um ákvörðun, ef þú tekur ákvörðun fyrir sjálfa þig munt þú þjóna henni á einn eða annan hátt ef þú ert meðvituð/aður um hana. 

Það er lykillinn að lífshamingjunni -hann leynist í okkar eigin ákvörðun. 


Kókos-Súkkulaði prótínbúðingur!

Gerði fáránlega góðan búðing áðan, hollar fitur, prótín og kolvetni, gjössovel:

 

250ml kókomjólk (helst lífræn) búðingurinn verður þykkri ef bara þykki

hlutinn er notaður af henni en milli þykkur ef hún er hrærð saman áður en hún

er mæld út í.

1/2 dl agave sýróp

1-2tsk lífrænt kakó

2 dl hreint mysyprótín (NOW)

(ég setti líka eina skeið af súkkulaði Formúlu 1 frá Herbalife)

 

Allt hrært VEL saman og sett inn í ísskáp! VOLA!


Stress -arfur sem við þurfum að kunna að stjórna

Langur og strangur dagur í vinnunni, fylgt eftir með cross fit æfingu dauðans og svo rúnti austur í Grímsnes í sumarbústaðaheimsókn. Það koma stundum svona dagar í vinnunni þar sem ég næ nánast ekkert að setjast niður, borða á ferðinni, og ef ég hef ekki hugsað fram í tímann; planað daginn, er oft gripið eitthvað til að næra sig með sem væri kannski betra á einhverjum öðrum dögum.. en ég get fengið frítt í vinnunni... Ég hef tekið eftir því að þegar ég stressast upp finn ég mikla þörf fyrir að borða mikið og helst eitthvað orkuríkt.. -eins og súkkulaði. Ehe... lífrænt og allt það, en súkkulaði engu að síður. Ávextir og grænmeti eru orðin svo sjúklega dýr að ég kaupi ekki mjög mikið af þeim núorðið, því miður því ég elska það, sem ég ætti svo sannarlega að gera til að eiga nóg til að narta í á milli mála og á ferðinni, en jú það er líka meira vesen að borða ávexti á ferðinni en lítil sæt stykki. Haha.

Allavega, ég finn það með mig að ég verð að fá mín móment yfir daginn þar sem ég get sest og jafnvel lagst niður, aftengt hugann og náð sambandi við sjálfa mig, því oft gleymi ég stað og stund og vanalega átta ég mig best á því að ég er ekki að skynja sjálfa mig á því mómenti þegar ég finn fyrir MJÖG óþolinmóðri og slæmri hegðun í umferðinni. Jú vinnan mín er mikið til út í umferðinni og plan dagsins þarf að ganga upp þannig að ég þarf að komast örugglega á milli staða og lítið má bregða útaf þannig að ég verði eftir á. Stress jú er því viðloðandi en þetta snýst víst allt um það hvernig maður vinnur úr aðstæðunum, ég er gjörn á að búa til pressu á sjálfa mig og þar með fín stresshormónaframleiðsluvél, sem hefur alla tíð haft áhrif á mig, en ég sjálf get stjórnað þessu, því nákvæmlega sömu aðstæður er hægt að eiga við á mismunandi og misgáfulegan hátt.

Það sem ég er í stuttu máli að reyna að segja er; Það er mjög mikilvægt að finna út leiðir fyrir okkur sjálf sem hjálpa okkur, sama hvaða við gerum í daglegu lífi, að halda niðri stressi, því með því að hafa stjórn á því erum við líka að ná betri stjórn á sköpunarkraftinum, samskiptahæfileikunum, aga og stjórn í mataræði, hreyfingu og öðrum þáttum lífsins auk þess sem það leyfir okkur frekar að lifa fyrir stað og stund og upplifa sjálf okkur í mómentinu, sem er að mínu mati mjög mikilvægt þegar kemur að því að geta séð hlutina í réttu ljósi, tekið ákvarðanir og með rétt viðbrögð; við erum still á "the zone" sem er stillingin sem við þurfum að vera á þegar við erum on. 

Með því að gefa sér tíma á hverjum degi til að anda, leita inn á við, hugleiða eða hvað annað sem virkar fyrir þig til að ná stjórn á hugsunum og slökun í líkamann, verður þetta allt auðveldara. Þessi einfaldi hlutur er eitthvað sem almennt reynist fólki vandi að framkvæma, þótt það ætti að vera svo lítið mál.

En frá hugleiðingunum að crossfitæfingu dagsins.

 

WOD

 

Ein mínúta á stöð, 3 hringir og 1 mínúta í pásu eftir hvern hring.

Hver hringur samanstóð af

 

Róður í vél (hver brennd kaloría telur sem eitt stig)

Wall ball (ég var með 8pund)

Sumodeadlift high pull (16kg)

Pallahopp (30 cm pallu og stigið niður)

Push press (20 kg stöng)

Þetta þrisvar sinnum í gegn og öll reps talin saman

Eftir fyrstu umferð: 110 reps

---- aðra umferð: 92 reps

---- þriðju umferð: 99 reps

samtals 301 reps

 

Mjög skemmtileg æfing sem ég hélt ekki að yrði svona erfið... mana þig til að prófa ;)

kveðja Annzpannz


Sunnudagshelvíti

Jeyj, aldrei þessu vant leið laugardaskvöld og ég fór ekki út nema eitt skutl niður í bæ og fór að sofa kl 2, sem verður að teljast mjög gott miðað við aldur og fyrri störf.

Ekki nóg með það heldur dreif ég mig í crossfit kl 11 í morgun, dragúldin en ákveðin í að láta þessa æfingu ekki framhjá mér fara þrátt fyrir að vera með hjartað í buxunum yfir fyrstu æfingunni með framhaldinu.. og viti menn, það missti líka úr eitt slag þegar ég sá WOD dagsins, ehe...

Þetta er WOD sem elskan hún Guðrún setti saman fyrir okkur í gær, er ekki frá því að telpan sú arna sé smávegis saddisti inn við beinið, haha... ha.

WOD dasgins og ég skelf ennþá smá í fótunum..:

900 m hlaup

21 ketilbjölusveifla (16kg)

21 Clean and jurk

21 SDLHP (sumo deadlift high pull)

50 tvöföld sipp (gerði örugglega vel yfir 100 í þetta skiptið í misheppnuðum tilraunum.. haha)

15 ketilbjölusveifla

15 Clean and jurk

15 SDLHP

50 f*** tvöföld sipp...

9 ketilbjölusveifla

9 Clean and jurk

9 SDLHP

900 metra hlaup (meira svona "ekkigefastuppogfaraaðlabba" jogg..)

Tími: 22:48

Var ekki ósátt því ég var ekki síðust haha, en djöfull er ég þreklaus... mikið djöfull er það að fara að breytast  :Þ

 Yfir og út

 

 

 


Uppáhalds morgunmaturinn!

Uppáhalds morgunmaturinn minn þessa dagana er með súkkulaði þema,

fyrir gamlan kókópuffsfíkil er þetta snilldin ein!

 

2dl grófir hafrar

1/2dl hveitikím

1 tsk kakó

1tsk agave sýróp

smá kanill

2 saxaðar döðlur

smá whey prótín til að fá prótín og djúsíness.

1-2 dl rísmjólk út á

 

Vola og bonappetit, fljótlegt, einfalt og hollt!

 

Crossfitæfing gærdagsins var eðall, WOD dagsins var

rútína sem heitir Ingunn eftir einum crossfitþjálfarnum í Crossfit sport.

 

21-15-9 af eftirfarandi

Burbees (get ekki gert fullkomið burbees núna því hnéð á mér er á gjörgæslu svo mitt var stigið en ekki hoppað)

Ketilbjöllusveiflur (16kg bjalla)

Wall ball (8kg bolti)

 

Fór þennan hring á 8.30 og hugsa að ég eigi að geta bætt mig helling, hugsa að ég þyngi boltann næst

og vonandi fer hnéð að komast í betra lag en ég virðst ekki þola neinar snerpuæfingar á hnén, þarf að vera dugleg að lyfta og teygja framan á lærum því ég ég er mun stífari þar en aftan á sem geriri örugglega ekkert betra fyrir hnéð mitt, svona hnémeiðsli eru eitthvað sem maður verður að gefa mjög góðan gaum og þetta er eitthvað sem tekur tíma, hnén okkar eru eitthvað sem við viljum ekki missa!!

Þess vegna þarf maður að taka þetta í hænuskrefum, átta sig á því hvar mörkin liggja og fara ekki yfir þau á meðan maður er að ná sér en engu að síður æfa það sem er hægt að gera því það er jú fyrst og fremst hreyfing og átök sem halda liðamótunum okkar og vöðvunum í lagi.

 

Yfir og út

Anna Sæunn

Lífsneisti


Crossfit sumar!!

Byrjaði í Crossfit fyrir skömmu og í tilefni af því ætla ég að pósta

WOD-i dagsins (workout of the day). Þetta er þvílílk snilld 

og ef maður kemst ekki í form af þessu veit ég ekki hvað.

Það sem mér finnst best við crossfit er að hver og einn

getur byrjað frá sínum núllpunkti og maður getur verið í hvaða 

formi sem er til að vera með, það er heldur ekki fókusað neitt á

fituprósentu eða þyngd heldur árangurinn notaður sem viðmið,

sem er líka ótrúlega hvetjandi! :)

 

WOD dagsins:

Okkur var skipt í tveggja manna lið (ég og Jói vorum saman og hétum að sjálfsögðu

"Lífsneistinn")

Hlaupa einn 400 m hring (þetta er hlaupið saman) + 20 burpees (bæði í einu, notaðu youtube

ef þú kannt ekki að gera Burbees)

20 ketilbjöllusveiflur (ég með 25pund og Jói 35, sá sem klárar Burbees á undan fer beint í þessa en hinn bíður þangað til fyrsti er búinn og gerir þá sína umferð)

20 framstig (fyrsti má fara beint í þessa en hinn bíður þangað til hann er búinn og eins má fyrsti ekki byrja á næstu æfingu fyrr en framstigin eru búin)

20 Hnébeygjur (hendur fyrir ofan haus, fætur svolítið gleiðir og útskeifir, þungi í hælum og rass niður fyrir 90°; seinni bíður meðan fyrri klárar en fyrri má svo fara beint í næstu æfingu)

 20 armbeygjur (bein lína frá tám/hnám upp að hnakka, ég gerði á hnjám, bringa verður að snerta jörð, bannað að svindla!)

10 upphýfur (fyrri bíður eftir seinni að klára armbeygjurnar og má þá aðstoða fyrri að gera upphýfurnar, sá sem gerir þær má spyrna í lærin á hinum og öfugt)

20 yfirköst (henda 8-14 kg bolta yfir upphýfustöng og taka hnébeygja í leiðinni á móti hvoru öðru, 20 á mann)

 Enda á 400 metra hlaupi

 Tími: 13:50

Þetta gekk þokkalega, fannst í rauninni fyrri hlutinn erfiðari þegar við þurftum að taka 20 burbees eftir hlaupið sem var farið á ágætu tempói, en allavega hörkuæfing! :)

 

 

 

 


Salatsumar!!

Það er ekkert eins gott að vel útilátið og ferskt salat með öllum heimsins lystisemdum!

Þetta verður opinbert salatsumar hjá mér.

Salat kvöldins í kvöld innhélt eftirfarandi og var sjúklega gott:

Grafinn lax í bitum

Ferskt lambahabasalat

Rauð paprikaGraflaxlúxussalat

Sólþurrkaðir tómatar

Fetaostur

Furuhnetur

Sjávarsalt

Geggjuð salatdressing sem samanstóð af ólívuolíu, dijonsinnepi, maukuðum hvítlauk og engifer og smá agave sýróp og smá salt. 

 

Alltof gott... geri þetta aftur!! :)


Yndislegir orkukossar!

Henti í smá uppskrift i gærkvöld, alltof langt síðan ég hef gefið mér tíma til að baka,

þessir ullu ekki vonbrigðum og allt úrvals hráefni sem gleðja skrokkaling.

 

uppskriftin er þessi:

 

60g lífrænt hnetusmjör

40g agave sýróp

80g eggjahvítur

-hrært saman

60g hafrar

60g Formula 1 máltíðarduft frá herbalife (notaði Tropical)

smá kókos

kanill

smá kakó

 

Öllu hrært vel saman þangað til verður þykk soppa. Sett á plötu með teskeið og bakað í 10-12 mínútur. Gott á morgnana, í kringum æfingar eða bara hvenær sem vantar orku milli mála.

 


Er stress og streita að halda þér frá markmiðunum þínum?

Það hefur vafalaust komið fyrir flest okkar að falla í gildru streitunnar.

Þegar heilbrigður lífsstíll og vellíðan eru annars vegar er streita einn af vesrstu óvinum manns.

Streita kemur m.a. í veg fyrir að við náum að skipuleggja okkur vel, föllum frekar í freistni og förum að vera "góð" við okkur (en um leið oft vond við líkamann okkar)

En fyrir utan þessa augljósu þætti sem valda því að streita getur skemmt fyrir okkur árangurinn og vellíðanina er fylgifiskur hennar ekki síður válegri gestur. Mikilli streitu fylgir nefnilega mikil framleiðsla af ákveðnu hormóni í líkamanum sem heitir kortisól. Kortisól er framleitt í nýrnahettuberkinum og framleiðsla þess leiðir til m.a. losunar sykurs, amíósýra og fitu út í blóðið. Kortisól er talið vera ein helsta orsök kviðfitu og getur verið valdur af hjarta og æðasjúkdómum, svefnleysi, þunglyndi , angist og ógleð ásamt fleiru.

Það er því mjög mikilvægt að halda framleiðslu kortosóls í hófi ein hún er hvað hjálplegust þegar við lendum í aðstæðum þar sem við þurfum að hafa skjótt viðbragð eða bjarga okkur úr háska -en þetta viðbragð er líkaminn einmitt farinn að gera of oft og í ómerkilegum aðstæðum þegar kortisól og streyta er farið að ráða ríkjum. 

Nokkur góð ráð til að halda streitu í lágmarki:

Hreyfa sig á HVERJUM degi.

Borða næringarríkan mat, margar litlar máltíðir yfir daginn.

Drekka nóg af vatni 

Passa að borða góða samsetningu af kolvetnum og prótínum eftir æfingar (við mikla þjálfun eykst magn kortisóls í blóði, sem framan af er gott en við offramleiðsla veldur vöðvaniðurbroti)

Taka inn vítamín, C-vítamín er sérstaklega áhrifaríkt við offramleiðslu kortisóls. 

Njóta hvers dags, ná að slaka á og eiga sína stund, t.d. stunda jóga eða hugleiðslu, fara í göngutúr eða fjallgöngu. 

Vera jákvæður! :)

Mundu að það sem við erum er það sem við gerum og við getum tekið ákvörðun um það í DAG hvernig líf okkar á eftir að verða, ætlum við að láta okkur líða vel og gera það sem okkur finnst skemmtilegt í gegnum lífið eða erum við ómeðvitað búin að taka ákvörðun um að lífið sé böl og ekkert gangi nokkurn tímann upp?

GERÐU ÞÉR GREIN FYRIR AÐ ÞETTA ER ÞÍN ÁKVÖRÐUN OG TAKTU ÞESSARI MIKLU ÁBYRGÐ AF SKYNSEMI! -þú getur byrjað að lifa þegar þú vilt! :)

 

kveðja með ósk um góða helgi

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Leikkona

ÍAK einkaþjálfari

Herbalife lífsstílráðgjafi

Naglafræðingur

annasaeunn@gmail.com

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Höfundur

Anna Sæunn Ólafsdóttir
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Höfundur er móðir, listamaður, uppistandari, heilsufrík í laumi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 72683 623167801067147 896279264 n
  • VALENTÍNUSARVÖFFLUR
  • Graflaxlúxussalat

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband