Uppáhalds morgunmaturinn!

Uppáhalds morgunmaturinn minn þessa dagana er með súkkulaði þema,

fyrir gamlan kókópuffsfíkil er þetta snilldin ein!

 

2dl grófir hafrar

1/2dl hveitikím

1 tsk kakó

1tsk agave sýróp

smá kanill

2 saxaðar döðlur

smá whey prótín til að fá prótín og djúsíness.

1-2 dl rísmjólk út á

 

Vola og bonappetit, fljótlegt, einfalt og hollt!

 

Crossfitæfing gærdagsins var eðall, WOD dagsins var

rútína sem heitir Ingunn eftir einum crossfitþjálfarnum í Crossfit sport.

 

21-15-9 af eftirfarandi

Burbees (get ekki gert fullkomið burbees núna því hnéð á mér er á gjörgæslu svo mitt var stigið en ekki hoppað)

Ketilbjöllusveiflur (16kg bjalla)

Wall ball (8kg bolti)

 

Fór þennan hring á 8.30 og hugsa að ég eigi að geta bætt mig helling, hugsa að ég þyngi boltann næst

og vonandi fer hnéð að komast í betra lag en ég virðst ekki þola neinar snerpuæfingar á hnén, þarf að vera dugleg að lyfta og teygja framan á lærum því ég ég er mun stífari þar en aftan á sem geriri örugglega ekkert betra fyrir hnéð mitt, svona hnémeiðsli eru eitthvað sem maður verður að gefa mjög góðan gaum og þetta er eitthvað sem tekur tíma, hnén okkar eru eitthvað sem við viljum ekki missa!!

Þess vegna þarf maður að taka þetta í hænuskrefum, átta sig á því hvar mörkin liggja og fara ekki yfir þau á meðan maður er að ná sér en engu að síður æfa það sem er hægt að gera því það er jú fyrst og fremst hreyfing og átök sem halda liðamótunum okkar og vöðvunum í lagi.

 

Yfir og út

Anna Sæunn

Lífsneisti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Höfundur

Anna Sæunn Ólafsdóttir
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Höfundur er móðir, listamaður, uppistandari, heilsufrík í laumi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 72683 623167801067147 896279264 n
  • VALENTÍNUSARVÖFFLUR
  • Graflaxlúxussalat

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband