Gómsætir hollir hafraklattar


Smá gúmmilaði hérna til að hressa upp á daginn eða fyrir helgina! :)

1 bolli lífrænar döðlur, hakkaðar

1 msk smjör (30g) eða lífræn kókosolía

1 bolli lífræn eplamús

½ bolli agave sýróp eða lífrænt hunang

1 tsk vanilludropar eða eftir smekk, einnig má nota önnur bragðefni.

Ofangreint er hitað í potti þangað til smjörið er bráðnað

1 bolli hafrar

2 bollar ávaxta-haframúslí

½ bolli hveitikím

½ bolli kókosmjöl

Öllu blandað saman og hrært vel í með sleif. Maukið er síðan sett á t.d. bökunarplötu eða bretti með smjörpappír undir og dreift úr þannig að löguninn verði nokkuð reglulegur ferhyrningur. Annað smjörpappírsblað er svo sett ofan á og þá er þrýst ofan á maukið með bretti þangað til það er orðið vel þjappað, hægt er að laga brúnir til og þrýsta eins og þarf. Síðan er dýrðinni stungið í kæli í 1-2 klst og þá má skera í bita og njóta! Gott með kaffinu eða sem millimál.

Innihaldiið má svo leika sér með, t.d. er gaman að setja kanil og smá negul til að fá krydd og nota aðra þurrkaða ávexti, um að gera að prófa sig áfram.

Gott að eiga þetta í frysti til að grípa með sér.

 

Munið að taka lífinu ekki of alvarlega, njótið þess góða og gleymið öllu hinu! ;)

 

Kveðja 

 

Anna Sæunn 

ÍAK einkaþjálfari

Herbalife líffstílsráðgjafi

Naglafræðingur

Leikkona

annasaeunn@gmail.com

8462594


Að forðast fitu eins og heitan eldinn

 

 

 

 

Á meðan sumir halda að Atkins kúrinn sé

 

 

það besta, halda aðrir að fita sé undirrót

 

 

allra heilsufarslegra vandamála. Þetta er

 

 

að sjálfsögðu aðeins að hluta satt og að

 

 

útiloka alla fitu úr mataræðinu eru STÓR

 

 

mistök. Maður ætti, jú að útiloka óholla

 

 

fitu eins og herta jurtafitu (sem þýðir því

 

 

miður engar franskar eða kleinuhringir)

 

 

en hollar fitur eins og finnast í villtum fiski

 

 

og óristuðum hnetum eru algerlega

 

 

nauðsynlegar fyrir líkamann til að starfa

 

 

sem skilvirkast. Fitur sem heita omega-3

 

 

eru í reynd svo nauðsynlegar líkamanum

 

 

að það er hreinlega erfitt að léttast án

 

 

þess að hafa þær í mataræðinu.

 

 

En hvar finnur maður þessar omega-3

 

 

fitusýrur? Þær finnast t.d. í laxi og silungi,

 

 

 

valhnetum, hörfræjum og lífrænum

 

 

eggjum. Gerðu þessar afurðir að föstum

 

 

liðum í mataræðinu þínu og þú munt sjá

 

 

mun á líðan og buxnastreng áður en langt

 

 

um líður. Dagleg inntaka á hágæða

 

 

omega-3 fæðubótarefni geta líka gert

 

 

undur fyrir líkamann þinn við að hjálpa

 

 

honum að brenna óæskilegri fitu.

 

 

Meira í þessum dúr næst :) 

Knús og kossar

Anna Sæunn

ÍAK einkaþjálfari

Herbalife lífsstílsráðgjafi

annasaeunn@gmail.com


Ert þú að næra þig skynsamlega?

Mataræðið er í raun mjög oft vanmetinn þáttur þegar kemur að því að ætla að taka sig á breyta lífsmynstrinu og líkamanum sínum, margir hamast í rækinni mánuð eftir mánuð en sjá lítinn sem engan árangur þrátt fyrir allan góðan ásetning og vilja... það er einfaldlega vegna þess að mataræðið er ekki að spila nógu stóra rullu í plönum fólks. Það er talað um að um 70% og allt upp í 90% af árangri í likamsrækt séu vegna mataræðisins, og því er einmitt mjög mikilvægt og sniðugt að byrja að ná tökum á því samhliða hreyfingu.

 

Hvað gott mataræðið varðar eru það litlu langtímabreyturnar sem hafa áhrif, drastískar skyndilausnir eru dæmdar til að falla um sjálft sig svo hér er málið að vanda sig og setja sér lítil einföld markmið. Vertu dugleg/ur að lesa þér til um hollt mataræði á netinu og í bókum og spá og spekúlera, lesa á matarumbúðir og svo framvegis. Hvar er viðbætti sykurinn í felum? Hvaða afurðir eru ríkari af transfitusýrum en aðrar? Allar spekúleringar eru góðar og aðal málið er að verða sem mest meðvitaður um það hvað það er sem maður er að láta ofan í sig, og eins og ég segi, setja sér lítil markmið sem maður nær að fylgja efir!! Hvert lítið skref er sigur og hvetur mann áfram til að gera enn betur, eða það er allavega mín reynsla. Það er líka ótrúlegt hvað vellíðanin og jafnvægi almennt verður yfirráðandi þegar maður hefur náð tökum á skammtastærðum og matreiðslu hollra og vel samsettra rétta, og málið er nefnilega líka að það er hægt að gera svo svakalega margt ljúfengt úr einföldustu hráefnum! Ef vel tekst til hjá manni og ef maður er nógu ákveðinn og þolinmóður, gerir það líka að verkum að löngun í ruslfæði og skyndibita minnkar og verðu að lokum engin, því maður fer að meta það að hafa meiri orku og líða betur framar öðru... en geta samt borðað góðan mat!

Það krefst aga, sérstaklega í byrjun, og mikils skipulags, en það er sko sannarlega þess virði og ég hvet hvern sem er sem er tilbúinn að leggja á sig erfiði í einhvern tíma til að gera þetta því árangurinn á sko ekki eftir að sitja á sér og oft á tíðum nær maður að temja sér góða siði sem maður nær að viðhalda allt sitt líf.

Hér eru nokkur atriði sem ég myndi byrja á að gefa þér sem dæmi um það sem ætti að hafa í huga þegar er verslað í matinn, og velja á holla næringu. Þettu eru í raun alger basic atriði en ef þú kemst upp á lag með þetta er stóóóóru skrefi náð!!!  :

  • Velja grófar kornvörur í stað fínna.

  • Forðast allan sykur, líka viðbættan í mjólkurvörum og öðrum vörum.

  • Forðast pítsur, hamborgara, franskar, feitar samlokur, djúpsteiktan mat, feitar sósur og skyndibita, geyma þetta þangað til á nammidögum (ef slíkt skipulag er) ef þörfin er fyrir hendi 

  • Borða brauð, pasta og hvít hrísgrjón í hófi, betra að borða hýðishrísgrjón, bygg, quinoa og ef brauð fær að fljóta með að hafa það mjög gróft, fyrsta skrefið hjá mörgum er að byrja á að minnka brauðneyslu.

  • Velja frekar kjúklingabringur, fisk og magurt kjöt eins og roastbeef í stað feitra kjötafurða og forðast einnig unninn mat eins og kjötbúðing, pepperone og tilbúna rétti eins og 1944. Vanda valið ef tilbúinn matur er valinn og lesa vel innihaldslýsingar.

  • Drekka miiiiiiiikið vatn.

  • Drekktu ávaxtasafa hóflega og þá helst fyrripart dags.

  • Borðaðu ávexti á milli mála og grænmeti ef svengd sverfur að

  • Reyndu að borða 5-6 smáar máltíðir dreifðar yfir daginn, fleiri smáar máltíðir nýtast líkamanum miklu betur en fáar stórar og fitusöfnun verður minni og brennslan meiri!

  • BORÐA MORGUNMAT! T.d.

    • Hafragrautur m rúsínum/ávexti, 2-3 eggjahvítur eða hálf skeið hreint prótín

    • Eggjakaka með grænmeti

    • Máltíðarsheik frá viðurkenndum framleiðanda sem tryggir nægt magn næringarefna

  • Passa að vera búin að borða staðgóða kolvetnamáltíð klukkutíma fyrir æfingu!

  • BORÐA EFTIR ÆFINGU! Eftir æfingu máltíðin er mikilvægasta máltíðin með morgunmatnum, hér er mjög mikilvægt að fá bæði kolvetni og prótín. Annars eru sætar kartöflur,hýðishrísgrjón, hrískökur og ávextir ásamt skyri eða prótíndufti góður kostur eftir æfingu. Kjúklingur með hrísgrjónum og grænmeti er gott líka! AÐALATRIÐIÐ ER AÐ BORÐA STAÐGÓÐA MÁLTÍÐ SEM SAMANSTENDUR BÆÐI AF PRÓTÍNUM OG KOLVETNUM INNAN KLUKKUTÍMA FRÁ ÆFINGU!

  • Reyndu að miða kolvetna neyslu við fyrripart dags (maður er vanalega meira á þönum fyrripartinn og kolvetnin eru orkan okkar svo þá brennum við þeim en seinnipartinn er maður vanalega í meiri kyrrsetu og því þarf að minnka kolvetninn þann tíma til að þau breytist ekki í fitu, kolvetni eru t.d. í brauði, pasta, hrísgrjónum, ávöxtum, kartöflum, sykri og kornvörum) Muna þó að kolvetni eru mikilvæg í kringum æfingar.

  • Leggja meiri áherslu á mögur prótín og og grænmeti seinnipartinn ásamt góðum fitum, lax er frábær kostur á kvöldin með salati eða hvað annað sem hugmyndaflugið færir þér.

  • Taktu lýsi eða omega olíur fyrir liðina og heilbrigða brennslu, muna að fita í hóflegu magni er lífsnauðsynleg (ein- og fjölómettaðar), hnetur, möndlur, lífrænt hnetusmjör og fl. eru líka góðir gjafar af hollum fitum.

  • Vera duglegur að nota krydd og prófa ný krydd, það er ekkert sem segir að hollur matur þurfi að vera bragðlaus. Aðallega að passa saltið! Ferskar kryddjurtir eru líka æði!

  • Sósur: Fitulausar sósur eins og soja, salsa og fl, aðallega að passa að nota sparlega og meira til að krydda en kki drekkja matnum. Ekki nota feitar sósur eins og kokteil, bernes og fleira svoleiðis nema spari eða í algeru hófi.

  • Reyna að borða prótínríka fæðu í hverri máltíð, allavega 3var á dag! Eggjahvítur, skyr, kjúlli, fiskur, kjöt, kotasæla....

  • Reyndu að borða sem minnst eftir kvöldmat, drekkiði mikið vatn eða kaffeinlaust te. Fara samt aldrei að sofa svangur (Ekki pakksaddur heldur), fá sér alltaf eitthvað lítið t.d. hreint skyr, grænmeti, kotasælu, jafnvel lítinn ávöxt, nokkrar hnetur. Muna að borða samt alltaf eftir æfingar.

Vonandi nýtist þetta einhverjum sem áminning eða leiðbeining í áttina að betri lífsstíl, það eru mjög skiptar skoðanir á því hvað fólk á að láta ofan í sig í dag og má segja að fólk skiptist hreinlega í trúflokka eftir því. Ég trúi því að hver og einn eigi að finna sína leið þar sem hann tryggir heilbrigði sitt og lífsgleði með öllum þeim næringarefnum sem hann þarfnast í gegnum þann lífsstíl sem hentar. Ég byggi mín matarplön m.a. á efnaskiptatýpum þar sem fólk vinnur mismunandi úr næringarefnunum.

 Munum að við eigum bara einn líkama, við verðum að taka hann fram yfir allt í okkar lífi til þess að geta notið þess til hins ýtrasta!

Helgarkveðja

Anna Sæunn Ólafsdóttir

ÍAK einkþjálfari

Herbalife lífsstílsráðgjafi

annasaeunn@gmail.com

8462594


Nytsamleg ráð til að halda dampi í lífsstílsbreytingarferli


  1. Láttu engan hafa áhrif á það sem þú gerir, hvort sem það er tengt hreyfingu eða mataræði. Ekki hlusta á fólk ef það segir t.d.: „Það er nú allt í lagi að sleppa þessu í eitt skipti“... hvert skipti skiptir máli! Líka ef fólk talar niðrandi eða gagnrýnir matinn þinn: „Hvað ertu nú með?“ eða „Ertu ennþá á þessu megrunarfæði?“ skaltu ekk láta það á þig fá, fólk er með mjög mismikla þekkingu á mataræði og það sem einn gæti kallað megrunarfæði gæti annar kallar venjulegan mat. Matarvenjur fólks eru líka mjög persónulegar og það ætti ekki að koma öðrum við nema til að leiðbeina og ef til vill aðstoða þá forvitnu. Vilji maður breyta lífi sínu til batnaðar til frambúðar er eins gott að venjast því strax að Jón og Gunna út í bæ eiga eftir að setja út á breytingarnar, sérstaklega ef það kemur út þannig fyrir þau að þau séu ekki að taka nógu vel á sínum málum sjálf, flest svona komment eru komin til vegna afbrýðisemi viðkomandi og agaleysis.

  2. Vertu búin að skipuleggja þig fram í tímann, vertu með gróft plan fyrir mánuðinn hvað æfingar og svindldaga varðar, vertu með plan fyrir vikuna hvaða daga á að æfa og hvernig á að koma æfingum fyrir inn í stundaskránna án þess að annað bíði hnekki. Skipuleggðu svo hvern dag fyrir fram, hvað skal eta á matmálstímum, gott að vera búinn að taka það til verði maður ekki heima yfir daginn, og hvenær á að æfa.

  3. Eldaðu fyrir fleiri daga! Fólk sem hefur þéttskipaða dagskrá hefur ekki tíma til að vera alltaf að elda og kaupa í matinn og lendir oftar í því að fá sér skyndibita eða eitthvað óæskilegt, taktu eitt kvöld eða dagpart í viku og eldaðu í stórum skömmtum, jafnvel er gott að frysta afganga. Svo er hægt að geyma í döllum inn í ísskáp, tilbúið til að grípa með.

  4. Reyndu að ná kvíld á hverjum degi, smá tíma þar sem þú nærð að setjast niður, lesa, prjóna eða duna eitthvað jafnvel fyrr framan sjáonvarpið, fá þér kaffibolla með vini eða hvað sem er, það gerir það að verkum að maður brennur síður út og hefur meiri orku daginn eftir.

  5. Lifðu í núinu! Sættu þig við hver þú ert í dag og njóttu þess að vera þú, mundu að þú ert það sem þú gerir en ekki það sem þú sérð. Njóttu hverrar máltíðar eins og hún sé sérstök, taktu eftir fólkinu sem þu umngenst og hittir, fylgstu með hljóðum og tilbrigðum í náttúrunni og mannlífinu, leyfðu listamanninum í þér að lifna við! Maður á að njóta hvers dags, þrátt fyrir að vera að taka sér tak, hver dagur er dýrmætur 

Munum að vera jákvæð og horfa fram á við, dæmum ekki sjálf okkur út frá fortíðinni heldur höldum í það góða og tökum það með okkur sem veganesti inn í framtíðina :)

Með ósk um góða helgi, gangið hægt en gangið þó um gleðinnar dyr! 

kveðja Anna Sæunn

ÍAK einkaþjálfari

Herbalife lífsstílsráðgjafi

annasaeunn@gmail.com



Nytsamleg ráð til að halda dampi í lífsstílsbreytingarferli


  1. Láttu engan hafa áhrif á það sem þú gerir, hvort sem það er tengt hreyfingu eða mataræði. Ekki hlusta á fólk ef það segir t.d.: „Það er nú allt í lagi að sleppa þessu í eitt skipti“... hvert skipti skiptir máli! Líka ef fólk talar niðrandi eða gagnrýnir matinn þinn: „Hvað ertu nú með?“ eða „Ertu ennþá á þessu megrunarfæði?“ skaltu ekk láta það á þig fá, fólk er með mjög mismikla þekkingu á mataræði og það sem einn gæti kallað megrunarfæði gæti annar kallar venjulegan mat. Matarvenjur fólks eru líka mjög persónulegar og það ætti ekki að koma öðrum við nema til að leiðbeina og ef til vill aðstoða þá forvitnu. Vilji maður breyta lífi sínu til batnaðar til frambúðar er eins gott að venjast því strax að Jón og Gunna út í bæ eiga eftir að setja út á breytingarnar, sérstaklega ef það kemur út þannig fyrir þau að þau séu ekki að taka nógu vel á sínum málum sjálf, flest svona komment eru komin til vegna afbrýðisemi viðkomandi og agaleysis.

  2. Vertu búin að skipuleggja þig fram í tímann, vertu með gróft plan fyrir mánuðinn hvað æfingar og svindldaga varðar, vertu með plan fyrir vikuna hvaða daga á að æfa og hvernig á að koma æfingum fyrir inn í stundaskránna án þess að annað bíði hnekki. Skipuleggðu svo hvern dag fyrir fram, hvað skal eta á matmálstímum, gott að vera búinn að taka það til verði maður ekki heima yfir daginn, og hvenær á að æfa.

  3. Eldaðu fyrir fleiri daga! Fólk sem hefur þéttskipaða dagskrá hefur ekki tíma til að vera alltaf að elda og kaupa í matinn og lendir oftar í því að fá sér skyndibita eða eitthvað óæskilegt, taktu eitt kvöld eða dagpart í viku og eldaðu í stórum skömmtum, jafnvel er gott að frysta afganga. Svo er hægt að geyma í döllum inn í ísskáp, tilbúið til að grípa með.

  4. Reyndu að ná kvíld á hverjum degi, smá tíma þar sem þú nærð að setjast niður, lesa, prjóna eða duna eitthvað jafnvel fyrr framan sjáonvarpið, fá þér kaffibolla með vini eða hvað sem er, það gerir það að verkum að maður brennur síður út og hefur meiri orku daginn eftir.

  5. Lifðu í núinu! Sættu þig við hver þú ert í dag og njóttu þess að vera þú, mundu að þú ert það sem þú gerir en ekki það sem þú sérð. Njóttu hverrar máltíðar eins og hún sé sérstök, taktu eftir fólkinu sem þu umngenst og hittir, fylgstu með hljóðum og tilbrigðum í náttúrunni og mannlífinu, leyfðu listamanninum í þér að lifna við! Maður á að njóta hvers dags, þrátt fyrir að vera að taka sér tak, hver dagur er dýrmætur 

Munum að vera jákvæð og horfa fram á við, dæmum ekki sjálf okkur út frá fortíðinni heldur höldum í það góða og tökum það með okkur sem veganesti inn í framtíðina :)

Með ósk um góða helgi, gangið hægt en gangið þó um gleðinnar dyr! 

kveðja Anna Sæunn

ÍAK einkaþjálfari

Herbalife lífsstílsráðgjafi

annasaeunn@gmail.com



Er morgunverðurinn þinn versti óvinur?

Það verður sennilega aldrei of oft kveðin vísa að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. Það sem við gluðum í okkur þegar við vöknum á morgnanna, jah eða það sem við gluðum EKKI í okkur þegar við vöknum getur haft megin áhrif á það hvernig dagurinn endar hjá okkur.

 

 Morgunmaturinn leggur grunn að orkunni fyrir athafnir dagsins auk þess að kippa brennslunni í gang eftir föstu næturinnar, en eftir svo langa föstu sem og nætursvefn er ( ætti að vera allvega) er líkamsvirknin mjög lág og ekkert kemur henni betur af stað en staðgóð máltíð. Morgunmaturinn leggur því í raun líka grunnurinn af því að hafa eðlileg og heilbrigð efnaskipti, skiptir sköpum sérstaklega þegar markmiðið er að ná árangri, hvort heldur sem er í vinnu eða líkamsrækt.

 

Ef við geymum að borða mjög lengi eftir að við vöknum verðum við slenuð og orkulaus og brennslan í lágmarki, oftar en ekki endar það líka með að blóðsykurinn verður það lágur að við dettum í eitthvað sukk eða borðum yfir okkur þegar við loksins höfum okkur í að  borða, oftar en ekki fylgir nart langt fram eftir degi og jafnvel fram á nótt í kjölfarið. 

 

Margir nota þá afsökun að vera aldrei svangir á morgnanna og jafnvel ekki hafa tíma til að græja morgunmat. Ef við byrjum að borða seint eftir að við vöknum og lendum í farinu sem ég talaði um hérna fyrr, að vera að gúffa í sig kræsingum allan seinnipartinn og oft langt fram á nótt, er bara ekkert skrítið að við séum ekki að farast úr hungri þegar við vöknum! Eða hvað?

 

Þetta lífsmynstur kallar nánast undantekningalaust á það að við verðum of feit með tímanum en samt orkulítil yfir daginn, því aðalorkan sem við neytum kemur seinnipartinn þegar líkaminn hefur ekkert betra við hana að gera en kolhnísa henni yfir í fituforða sem er geymdur vel innpakkaður og tilbúinn í poka undir rúmi ef við skildum einhverntíman þurfa á honum að halda... haha, we wish! Þetta fer  náttúrulega beint á mallakút, rassaling og lærisveinana án þess að við fáum nokkru um það ráðið, væri ljúft ef maður gæti bara safnað herlegheitunum og átt og selt svo á vænum prís síðar meir! ;)

 

Málið er að ná að snúa þessum vítahring hægt og rólega við, t.d. með því að byrja á að venja sig af næturnarti og "pína" sig til að fá sér eitthvað smá að borða á morgnanna, eitt epli og kaffi/te/vatn, væri góð byrjun, og keyra svo hægt upp magnið, kemur allt með þolinmæðinni. 

 

Fyrsta skrefið í átt að heilbrigðum og betri lífstíl ætti því alltaf að vera að venja sig á að borða vel í morgunmat og fyrripartinn en vera heldur hófsamari seinnipartinn og á kveldin, muna samt að hafa aldrei hungraður að sofa heldur! ;) 

 

Hvað tímaþröngina varðar segi ég: Það er ALLTAF tími enhverntíman, ef ekki á morgnanna þá pott þétt á einhverjum tímapunkti kvöldið eða daginn áður, ekkert mál að vera búin/n að taka til graut í skál eða pott fyrir morgundaginn eða malla einhverju gúmmilaði saman sem bíður manns eins og tryggur hundur í morgunsárið, tilbúið að láta smjatta á sér með bestu list!! :D Þetta snýst um vilja, aga og skipulag, það er allt hægt ef viljinn, ástæða og betra líf er fyrir hendi! ;) Gefum okkur bara tíma! Það er t.d. lítið mál að elda hafragraut í örbylgjuofni, tekur akkúrat 3 mínútur!



UPPSKRIFT -hollt prótínsætabrauð!

Skellti í eina skemmtilega uppskrift sem tilvalið er að eiga í bitum inn í kæli eða frysti til að grípa

í eða þegar þig langar í smá sætt að bíta í sem er samt stútfullt af vítamínum og næringarefnum:

 

Prótínsætabrauð

60g formula 1 máltíðarduft frá Herbalife (ég notaði Cookies and cream, má ráða bragðinu)

40g hreint prótínduft frá Herbalife

60g hafrar

40g Hveitikím

60g lífrænt hnetusmjör (t.d. Sollu)

2 egg.

Vatn þangað til soppan er orðin þægileg að hræra í en ekki of þunn.

Dreift jafnt á bökunarpappír á plötu, ég dreifðu yfir rúsínum og hörfræum.

Látið bakast í 10-15 mínútur á 200°C.

Kælið og skerið í bita og grípið með ykkur sem millimál! :)

kveðja

Anna Sæunn Ólafsdóttir

ÍAK einkaþjálfari

Herbalife lífsstílsráðgjafi

annasaeunn@gmail.com


Komin á Facebook! :)

Ég var að búa mér til síðu á facebook varðandi fjarþjálfun, lífsstíls- og heilsuráðgjöf. Endilega skoðið og lækið, regluleg tilboð í gangi! :)

 

http://www.facebook.com/home.php#!/pages/L%C3%ADfsneistinn-l%C3%ADfsst%C3%ADlsr%C3%A1%C3%B0gj%C3%B6f/174847645895255

 

kveðja Anna Sæunn

ÍAK einkaþjálfari

Herbalife lífsstílsráðgjafi

annasaeunn@gmail.com


FJARÞJÁLFUN!

Er byrjuð að fjarþjálfa að nýju, nú verður sko tekið á því gott fólk!

Fjarþjálfunin innheldur helling af fræðsluefni, viðtal, mælingar á tveggja vikna fresti, líkamsstöðugreiningu, matardagbók, matarplan og æfingaplan sniðið að þörfum, getu og áhuga viðkomandi. Aðgangur að mér í gegnum síma og tölvupóst allan tímann á meðn þjálfun stendur yfir.

Verð er 12.000 kr fyrir fyrsta mánuðinn miðað við fulla þjónustu en 9.000 kr á mánuði eftir það.

Einnig er hægt að semja um minni þjónustu og verð eftir því.

ATH TILBOÐ TIL 15. MARS. Ef þú kaupir Herbalife grunn- og viðskiptapakkann sem inniheldur grunnvörur herbalife, kynningarefni og tösku  AUK skráningar í kerfið sem tryggir þér 25% afslátt af Herbalife vörununm færðu fría fjarþjálfun í einn mánuð með. Endilega hafðu samband fyrir nánari upplýsingar!

Er menntuð ÍAK einkaþjálfari með hæstu einkunn, hef keppt í Fitness og hef mikinn áhuga á heilbriðgum lífstíl, hamingju og gleði! Er eins og er nemi í leiklist í Kvikmyndaskóla Íslands :)

Bestu kveðjur

Anna Sæunn Ólafsdóttur

ÍAK einkaþjálfari

Herbalife lífsstílsleiðbeinandi

annasaeunn@gmail.com

8462594


Norðurlandið

Önnur ferðin mín á norðurlandið með stuttu millibili, álpaðist hingað af rælni fyrir helgi af því ég hafði far, þarf að skila einu handriti og skýrslu eftir helgi sem ég sá fram á að ég myndi frekar púlla ef ég væri kyrr í borginni í "rólegheitunum", þ.e. ein heima eða á kaffihúsi með engar ættingja/vina freistingar og nálægt mér eins og ég vissi að gerðist ef ég kæmi norður. En ég ákvað að ögra örlögunum og skella mér samt, eyða 10 tímum í bíl yfir helgina -þetta reddast, er það ekki okkar klassíska hugarfar þegar við vitum að við erum að fara að skíta upp á bak.

Jæja, get nú ekki sagt að ég hafi séð eftir að fara, maður getur allt sem maður ætlar sér. Ótrúlegt hvað er auðvelt að mikla fyrir sér hluti og láta ákvarðanatökur þvælast fyrir sér, ég er alger snillingur í því, sérstaklega undanfarið, minnstu valmöguleikar láta mig fá kvíða-, botnlanga-, nýrna- og spjótkast og í eitt skiptið fór ég actually að grenja því ég gat ekki ákveðið mig á síðustu stundu... var reyndar nývöknuð eftir óvæntan síðdegisblund og ekki í stakk búin fyrir ákvarðanir, get svo svarið það ég verð eins og lítill krakki ef ég tek upp á því að sofna um miðjan dag, verð nákvæmlega eins og fjögurra ára frændi minn eftir blund í bílferð, -öfugsnúin og ónýt. Maður á ekki að sofna um miðjan dag, held það sé nokkuð ljóst.

Eníveis, við á fyrstu önn í leiklist í Kvikmynaskólanum héldum söngkynningu/opinn tíma á fimmtudaginn, sýndum þar með afrakstur complete vocal technique námskeiðsins sem við vorum að klára. Búið að ganga á ýmsu á þessu námskeiði, fólk hefur ferið í panik, farið að gráta og allt fram eftir götunum en það besta við þetta er að fólk sem taldi sig ekki trú um að geta sungið var ferið að syngja eins og enginn væri morgundagurinn í lok námskeiðsins! Búið að vera svo frábært að taka þátt í þessu og actually átta sig á að það geta allir sungið sem vilja það og tileinkað sér nánast hvaða stíl sem er. Það var búinn að vera kvíði í garð þessarar kynningar en við tókum þetta svo í nefið, þetta var svo gaman og það stóðu sig allir svo geggjað vel! Pálmi Sigurhjartar spilaði undir hjá okkur og hann er náttúrulega bara snillingur. Bara geggjuð samheldni og góð orka í hópnum allan tímann svo stress eða lagleysi sló engan útaf laginu og við púlluðum þetta öll og vorum svo knúsuð í drasl eftir þetta. Yndislegt, aftur á morgun??

Ætla að reyna að fara að komast í að mála meira og prjóna í jólagjafir og til að selja í kolaportinu fyrir jólin... ekki veitir af, ekki beinlínis ókeypis að búa í þessu samfélagi núna. Er líka byrjuð að gera neglur aftur... ohh það er svo gaman, vildi að ég hefði aðeins fleiri tíma í sólarhringnum!

 

Yfir og út

Anna spæta 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Höfundur

Anna Sæunn Ólafsdóttir
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Höfundur er móðir, listamaður, uppistandari, heilsufrík í laumi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 72683 623167801067147 896279264 n
  • VALENTÍNUSARVÖFFLUR
  • Graflaxlúxussalat

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband