Crossfit sumar!!

Byrjaði í Crossfit fyrir skömmu og í tilefni af því ætla ég að pósta

WOD-i dagsins (workout of the day). Þetta er þvílílk snilld 

og ef maður kemst ekki í form af þessu veit ég ekki hvað.

Það sem mér finnst best við crossfit er að hver og einn

getur byrjað frá sínum núllpunkti og maður getur verið í hvaða 

formi sem er til að vera með, það er heldur ekki fókusað neitt á

fituprósentu eða þyngd heldur árangurinn notaður sem viðmið,

sem er líka ótrúlega hvetjandi! :)

 

WOD dagsins:

Okkur var skipt í tveggja manna lið (ég og Jói vorum saman og hétum að sjálfsögðu

"Lífsneistinn")

Hlaupa einn 400 m hring (þetta er hlaupið saman) + 20 burpees (bæði í einu, notaðu youtube

ef þú kannt ekki að gera Burbees)

20 ketilbjöllusveiflur (ég með 25pund og Jói 35, sá sem klárar Burbees á undan fer beint í þessa en hinn bíður þangað til fyrsti er búinn og gerir þá sína umferð)

20 framstig (fyrsti má fara beint í þessa en hinn bíður þangað til hann er búinn og eins má fyrsti ekki byrja á næstu æfingu fyrr en framstigin eru búin)

20 Hnébeygjur (hendur fyrir ofan haus, fætur svolítið gleiðir og útskeifir, þungi í hælum og rass niður fyrir 90°; seinni bíður meðan fyrri klárar en fyrri má svo fara beint í næstu æfingu)

 20 armbeygjur (bein lína frá tám/hnám upp að hnakka, ég gerði á hnjám, bringa verður að snerta jörð, bannað að svindla!)

10 upphýfur (fyrri bíður eftir seinni að klára armbeygjurnar og má þá aðstoða fyrri að gera upphýfurnar, sá sem gerir þær má spyrna í lærin á hinum og öfugt)

20 yfirköst (henda 8-14 kg bolta yfir upphýfustöng og taka hnébeygja í leiðinni á móti hvoru öðru, 20 á mann)

 Enda á 400 metra hlaupi

 Tími: 13:50

Þetta gekk þokkalega, fannst í rauninni fyrri hlutinn erfiðari þegar við þurftum að taka 20 burbees eftir hlaupið sem var farið á ágætu tempói, en allavega hörkuæfing! :)

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Höfundur

Anna Sæunn Ólafsdóttir
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Höfundur er móðir, listamaður, uppistandari, heilsufrík í laumi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 72683 623167801067147 896279264 n
  • VALENTÍNUSARVÖFFLUR
  • Graflaxlúxussalat

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband