Stress -arfur sem við þurfum að kunna að stjórna

Langur og strangur dagur í vinnunni, fylgt eftir með cross fit æfingu dauðans og svo rúnti austur í Grímsnes í sumarbústaðaheimsókn. Það koma stundum svona dagar í vinnunni þar sem ég næ nánast ekkert að setjast niður, borða á ferðinni, og ef ég hef ekki hugsað fram í tímann; planað daginn, er oft gripið eitthvað til að næra sig með sem væri kannski betra á einhverjum öðrum dögum.. en ég get fengið frítt í vinnunni... Ég hef tekið eftir því að þegar ég stressast upp finn ég mikla þörf fyrir að borða mikið og helst eitthvað orkuríkt.. -eins og súkkulaði. Ehe... lífrænt og allt það, en súkkulaði engu að síður. Ávextir og grænmeti eru orðin svo sjúklega dýr að ég kaupi ekki mjög mikið af þeim núorðið, því miður því ég elska það, sem ég ætti svo sannarlega að gera til að eiga nóg til að narta í á milli mála og á ferðinni, en jú það er líka meira vesen að borða ávexti á ferðinni en lítil sæt stykki. Haha.

Allavega, ég finn það með mig að ég verð að fá mín móment yfir daginn þar sem ég get sest og jafnvel lagst niður, aftengt hugann og náð sambandi við sjálfa mig, því oft gleymi ég stað og stund og vanalega átta ég mig best á því að ég er ekki að skynja sjálfa mig á því mómenti þegar ég finn fyrir MJÖG óþolinmóðri og slæmri hegðun í umferðinni. Jú vinnan mín er mikið til út í umferðinni og plan dagsins þarf að ganga upp þannig að ég þarf að komast örugglega á milli staða og lítið má bregða útaf þannig að ég verði eftir á. Stress jú er því viðloðandi en þetta snýst víst allt um það hvernig maður vinnur úr aðstæðunum, ég er gjörn á að búa til pressu á sjálfa mig og þar með fín stresshormónaframleiðsluvél, sem hefur alla tíð haft áhrif á mig, en ég sjálf get stjórnað þessu, því nákvæmlega sömu aðstæður er hægt að eiga við á mismunandi og misgáfulegan hátt.

Það sem ég er í stuttu máli að reyna að segja er; Það er mjög mikilvægt að finna út leiðir fyrir okkur sjálf sem hjálpa okkur, sama hvaða við gerum í daglegu lífi, að halda niðri stressi, því með því að hafa stjórn á því erum við líka að ná betri stjórn á sköpunarkraftinum, samskiptahæfileikunum, aga og stjórn í mataræði, hreyfingu og öðrum þáttum lífsins auk þess sem það leyfir okkur frekar að lifa fyrir stað og stund og upplifa sjálf okkur í mómentinu, sem er að mínu mati mjög mikilvægt þegar kemur að því að geta séð hlutina í réttu ljósi, tekið ákvarðanir og með rétt viðbrögð; við erum still á "the zone" sem er stillingin sem við þurfum að vera á þegar við erum on. 

Með því að gefa sér tíma á hverjum degi til að anda, leita inn á við, hugleiða eða hvað annað sem virkar fyrir þig til að ná stjórn á hugsunum og slökun í líkamann, verður þetta allt auðveldara. Þessi einfaldi hlutur er eitthvað sem almennt reynist fólki vandi að framkvæma, þótt það ætti að vera svo lítið mál.

En frá hugleiðingunum að crossfitæfingu dagsins.

 

WOD

 

Ein mínúta á stöð, 3 hringir og 1 mínúta í pásu eftir hvern hring.

Hver hringur samanstóð af

 

Róður í vél (hver brennd kaloría telur sem eitt stig)

Wall ball (ég var með 8pund)

Sumodeadlift high pull (16kg)

Pallahopp (30 cm pallu og stigið niður)

Push press (20 kg stöng)

Þetta þrisvar sinnum í gegn og öll reps talin saman

Eftir fyrstu umferð: 110 reps

---- aðra umferð: 92 reps

---- þriðju umferð: 99 reps

samtals 301 reps

 

Mjög skemmtileg æfing sem ég hélt ekki að yrði svona erfið... mana þig til að prófa ;)

kveðja Annzpannz


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

hahahaha ég sé þig fyrir mér, brjálaða í umferðinni að senda fingurinn á gamlar konur!

Sunna Sigrúnardóttir, 29.6.2011 kl. 16:41

2 Smámynd: Anna Sæunn Ólafsdóttir

Ehhh... við skulum nú kannski ekki ganga svo langt að segja það, en þolinmæðin er svona oft ekki upp á marga fiska, tala nú ekki um í hádegisumferðinni eða þegar það eru endalausar f**** vegaframkvæmdir út um allt!! Fariði og setið malbik á Bárðardalinn og leiðina milli Stykkishólms og Búðardals en ekki sömu helvítis vegina sem er alveg í lagi með!

Anna Sæunn Ólafsdóttir, 29.6.2011 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Höfundur

Anna Sæunn Ólafsdóttir
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Höfundur er móðir, listamaður, uppistandari, heilsufrík í laumi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 72683 623167801067147 896279264 n
  • VALENTÍNUSARVÖFFLUR
  • Graflaxlúxussalat

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband