Kjálkalausir kolkrabbar á færibandi

Fari það í sótbölvað hvað ríkisstjórnin okkar er heimsk -nei heimsk er ekki nógu sterkt, rétta orðið er einhverf og gráðug. Eða bara óstjórnlega veruleikafirrt.

Ekki það að ég elski að tala um pólitík en stundum eru bara engin orð sem get lýst því hvað við búum á skrítnu landi þar sem hégómi, græðgi og yfirborðsmennska vega mun þyngra hjá meginþorra fólks heldur en heilsa, hamingja og náunginn.  

Ekki það að ég hafi lausn sjálf en við erum með þessu áframhaldi að stefna hraðbyr til Súdan og Norðurlöndin og þeirra velferðarkerfi vinka bless með háðung og hverfa sjónum hraðar en ísinn manns í rússíbana. 

72683_623167801067147_896279264_n

Það þarf ekki að útlista hvað við erum að tala um en gjöld fyrir sjúkrahúslegu, bilaðar AUKA fjárveitingar til kirkjunnar og alltof margt annað gjörsamlega á skjön við veruleikann er í kortunum þegar heilbrigðiskerfið er til að mynda að hruni komið og fólk með banvæna sjúkdóma þarf að eyða síðustu aurunum í sjúkrakostnað.

Forréttindasjúklingar þessa lands eru hinir sjúku í völd, peninga og veraldlegar nautnir og af tvennu illu held ég að það sé skárra að vera með geðsjúkur en græðgisjúkur. 

Gamla klisjan væri að segjast ætla að flytja af þessum viðurstyggilega klaka sem enginn getur reynt að halda fram að sé svo fallegur og frábær þegar svona lýð er að finna í hverju bæjarfélagi  -en ég er bara alltof helvíti þrjósk til að gefa þetta ógeðslega gráðuga þjóðfélag sem ég er fædd inn í upp á bátinn, ég veit við erum bara betri en það. 

Hysjið upp um ykkur, horfið í kringum ykkur og hættið að hugsa alltaf um boruna á ykkar eigin rassgati og reynið að sjá í gegnum allt óþarfa prjálið og hégómann sem við þurfum ekki í líf okkar og velferðarkerfi til að líða vel og í heilbrigðu þjóðfélagi -það þýðir ekki einu sinni að reyna að segja mér að það séu bara hinir útvöldu í ríkisstjórninni sem aðhyllast þessa dýrkun því frá einhverjum koma öll atkvæðin sem þeir fengu! 

Þakkið fyrir það sem þið hafið, ræktið sjálf ykkur og hættið að drekka svona ógeðslega mikið af víni í einni gusu um helgar ef þið þurfið endilega að hafa efni á að kaupa nýjustu rassapúðanærbuxurnar frá chanel.

Peace og ég lofa að vera með eins jákvætt blogg og er mér auðugt til að vega upp á móti næst -þ.e. ef það verður búið að senda ríkisstjórnina í sveit -ALVÖRU SVEIT! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Höfundur

Anna Sæunn Ólafsdóttir
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Höfundur er móðir, listamaður, uppistandari, heilsufrík í laumi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 72683 623167801067147 896279264 n
  • VALENTÍNUSARVÖFFLUR
  • Graflaxlúxussalat

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband