Að lifa lífinu lifandi með Guði -eða ekki?

Af hverju þurfum við trú?
Þurfum við trú?
Af hverju er ekki lengur í tísku að trúa á Guð?
Erum við kannski svolítið upptekin af því að elta tískuna?

Síðan hvenær var hallærislegt að vera hamingjusamur?
Síðan hvenær var hallærislegt að elska lífið?

Öfgar kalla á afneitun og úthýsingu
Afneitun og úthýsing kallar á þunglyndi
þunglyndi kallar á að gera ekki það sem er gott fyrir mann heldur það sem er vont fyrir mann.
Það kallar á fíkn.

Fíkn er ekkert annað en afkvæmi öfga og afneitunar.
Fíknin fyllir upp í plássið sem Guð átti einu sinni eða ætti að eiga.
Er skárra að vera haldinn fíkn en að trúa á Guð?

Guð heitir mörgum nöfnum, Allah, Jesús, Búdda og Almættið eru meðal þeirra.
Við leggjum sjálf okkar skilning í okkar Guð

Öfgafull trúarbrögð hafa úthýst því sem er gott við trúna
Trúin byggir á trausti til sjálfs síns, til lífsins og til dagsins í dag.
Trúin tengist ekki á bókmenntum rituðum fyrir árþúsundum af
siðspilltum, valdagráðugum vitfirringum.

Trúleysi er eins miklar öfgar og bókstafstrú.

Guð er til en hann er ekki þar sem þú heldur að hann sé og hlutverk hans er ekki það sem þú heldur að það sé.

Hlutverk hans er að hughreysta þegar öll sund eru lokuð, hugga þegar tárin blinda og örva þegar örvunnar er þörf.

Guð er allt í kringum þig, hvað sem þú kallar hann, hvort sem þú trúir á hann, -þú nýtur návista hans á hverjum degi.

Og veistu hvað. Guð er líka kona. Guð er tvíkynja, tvíkynhneigð vera sem veitir blessun sína yfir allt það sem þú gerir ef þú ert trú/r sjálfri/sjálfum þér.

Guð er aflið sem dregur það besta fram úr þér. Sjálfstraust, sjálfsmynd, orku, gæska, upphaf og endir.

Guð ert þú í þínu besta sjálfi.

Börn eru ljós lífsins. Ef eitthvað getur nokkurn tímann fengið þig til að trúa, þá eru það þau.

Ekki útiloka þá von sem getur fylgt aðeins agnarlítilli trú. Trú á hið góða, trú á vonina, trú á lífið, trú á hamingjuna.

Hvað annað en trú fær okkur til að eltast við og upplifa allt það sem lífið hefur upp á að bjóða.

Ekki vera hræsnari og tengja trú við ofbeldi, siðspillingu, valdagræðgi eða enn verra: Gömul hindurvitni og orðagjálfur.

Trúin er skynsemi

Trúin er samferða

Trúin er allt sem við eigum þegar heimurinn snýr baki við okkur....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Höfundur

Anna Sæunn Ólafsdóttir
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Höfundur er móðir, listamaður, uppistandari, heilsufrík í laumi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 72683 623167801067147 896279264 n
  • VALENTÍNUSARVÖFFLUR
  • Graflaxlúxussalat

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband