Það sem þú sagðir mér sonur

Af hverju ertu að gráta mamma? Þetta verður allt í lagi, það getur ekkert illt hent og við verðum alltaf saman. Ég spjara mig, þú líka og við eigum allt lífið framundan, ekkert getur stoppað okkur. Ég er ekki brothættur og bara á meðan þú elskar mig líður mér vel og á eftir að ganga vel, ég veit það. 

Lífið er nefnilega núna, hver stund, hvert augnablik er bara það sem skiptir máli, við erum saman núna og það er mest um vert. Enginn dagur er eins og það er alltaf eitthvað nýtt, við breytumst og þroskumst á hverjum degi, við mætum nýjum hindrunum og vegatálmum en við komumst alltaf yfir þá á endanum sama hversu langan tíma það tekur. Eftir ár getur allt verið orðið breytt, og sama hvernig þá þýðir það bara að við eigum að njóta þess sem við höfum í dag, vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta. 

Það sem nærir mann er lærdómurinn, ef við hættum að læra þá hættum við að lifa. Ef við erum hætt að upplifa nýja hluti og draga lærdóm daglega þurfum við að hrista upp í okkur og minna okkur á að lífið er eins og tímasprengja og við verðum að nota tímann sem við höfum, því við vitum aldrei hvað við eigum eftir.

Þess vegna er þú núna sem skiptir máli, vonin og trúin á það góða, á draumana og okkur sjálf. Án trúar á okkur sjálf erum við ekkert, því ef við trúum ekki á okkur sjálf gerir enginn annar það. Stundum verðum við að vera sjálfselsk, en það má aldrei bitna á líðan annarra. Heilbrigð skynsemi er lausnin. Öfgarnar verða alltaf meðul þeirra sjúku. 

Heilbrigð óhófssemi er betri en óhófssöm heilbrigði.

Hættu að staðna og stökktu út í djúpu laugina, ekki lofa neinum að tala þig frá því sem þú veist að á fyllilega rétt á sér, fólk jafnar sig. Fólk gleymir. Fólk lærir.

Mannstu eftir síðustu 5 árum í lífi þínu? Ég þori að veðja að sama hverju þú afrekaðir, þú getur alltaf hugsað að þú hefðir getað gert hitt og þetta betur, vandað þig meira, veitt meiri athygli, ræktað jarðveginn betur. Það er ekkert við því að gera, en þú ert búin að læra af því og ef þú vilt nýta þann lærdóm gerirðu betur á næstu 5 árum.

Ekki vera fullkomin, það fer engum vel að vera fullkominn, vertu bara fullhuga, bjartsýn og sjálfstæð og ákveðin í hvert skal stefna. Allir verða að móta sér stefnu, og því fyrr því betra. Það má alveg breyta um stefnu en svo lengi sem við erum alltaf að stefna eitthvert höfum við eitthvað að vinna að -við lærum, vöxum og döfnum og þá er lífið einhvers virði. 

Lífið er samt mikils virði, það er bara okkar að finna það, finna okkar leið svo það verði þess virði sem því var ætlað. Dauðinn kemur nógu fljótt og þegar hann bankar verður okkur að líða eins og síðustu mínúturnar hafi ekki farið til spillis.

Hvort heldur í lífi eða dauða þá erum við minning og minning er eitthvað sem getur breytt lífi.

Vertu sú minning.

 

Sum augu vita meira en önnur augu -þarf engin orð.

Bara hlustun og skilning.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg og sönn orð.

Halla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Höfundur

Anna Sæunn Ólafsdóttir
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Höfundur er móðir, listamaður, uppistandari, heilsufrík í laumi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 72683 623167801067147 896279264 n
  • VALENTÍNUSARVÖFFLUR
  • Graflaxlúxussalat

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband