34. vika -meðgönguhugleiðingar.

Í tilefni af því að vera komin 100 vikur á leið -ætla ég að setja inn smá óléttuhugleiðingar.

Fyrir 3 árum síðan gat ég ekki hugsað mér að vera ólétt -þ.e. þótt ég hefði etv alveg viljað eiga barn gat ég ekki hugsað þá hugsun til enda að verða feit, útþaning og "ógeðsleg" -eins og ég held ég hafi hugsað mér að ég hlyti að verða ef ég yrði ólétt. Þegar ég hugsa til baka finnst mér fyndið og fráleitt hvað maður getur verið skammsýnn, barnalegur og heimskur í áliti sínu og hugsunum. 

Ég viðurkenni að til að byrja með á meðgöngunni var ég svolítið stressuð yfir að þyngjast óþarflega mikið og hvernig ég myndi líta út eftir á. Fengi ég mikið af slitum, yrði maginn aldrei eins aftur?  -en það hefur smátt og smátt dalað eftir því sem á hefur liðið og einhvernveginn hugsa ég voðalega lítið út í það núorðið, komin 34 vikur. Eftir því sem spörkin og lífið inn í mér færist í aukana, eftir því sem ég skoða þrívíddarmyndirnar af syni mínum oftar, þá verður mér alltaf meira og meira sama um hvað ég gæti þurft að leggja á mig til að koma honum heilbrigðum í heiminn, fæðingin stressar mig ekki einu sinni.

Þrátt fyrir ýmsa vankanta og óþægindi af kúlunni finn ég oftast ekkert mikið fyrir henni og kann mjög vel við hana í speglinum, er orðin það vön henni að ég gæti alveg eins hugsað mér að vera með hana alltaf -þótt ég vildi auðvitað fá krílið í hendurnar, þetta verður ótrúlega eðiliegt einhvernveginn. 

Kannski fer þetta saman við að vera farin að hlusta á atómljóðalestur á Rás eitt í heilan dag eins og ekkert sé -getur verið að maður sé að þroskast?? Ef svo er gefðu mér meira af þessu -I like it!

Þrátt fyrir að vera mikið rólegri yfir smá auka fitu, etv. tilvonandi slitum og slappri húð viðurkenni ég alveg að ég er komin í startholurnar að fara að hreyfa mig um leið og þessu er aflokið -ekki af því að ég er svo æst að koma mér í klikkað form og halda mér grannri, ég hef bara svo lítið getað hreyft mig á meðgöngunni sökum meðgöngukvilla og grindarverkja að ég er farin að iða í skinninu -fyrir utan að mataræðið þráir að komast í réttan farveg, og ekki veitir af fyrir brjóstgjöf og fl. Svo togar það etv. líka í mann að fara að koma skikki á matmálstíma og mataræði útaf litla stubbi sem maður vill auðvitað að fái sem fyrst að kynnast næringarríkum og góðum mat um leið og hann má :) Svo kitchenaid og önnur elhústæki mega fara að búa sig undir erfiðan vetur!

Það er allavega nóg af hugsunum og pælingum hjá manni þessa dagana, og gott að finna fyrir því frelsi að vera ekki í panik yfir ummálinu á sér eða einhverju öðru, þetta tekur allt sinn tíma og sinn toll og maður einhvernveginn sættir sig bara við það -það er svo mikil upplifun að ganga með barn og mikið ævintýri að það er ekki psurning um að leggja þetta á sig finnst mér. Svo byrjar maður bara rólega og heldur sér þokkalegum þegar þetta er búið -með nýja krílinu auðvitað.

Sum sé; tilvonandi óléttur og nýjar, takið þessu með tillhlökkun og bjartsýni, þetta er ekkert nema gaman og þarf ekki að fela í sér neina erfiðleika, mikla þyngdaraukningu eða útlitsbresti, snýst bara um að hafa gaman af, njóta og vera jákvæður!

 

Kveðja frá tilvonandi móður

Anna Sæunn Ólafsdóttir

ÍAK einkaþjálfari

Leikkona

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Höfundur

Anna Sæunn Ólafsdóttir
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Höfundur er móðir, listamaður, uppistandari, heilsufrík í laumi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 72683 623167801067147 896279264 n
  • VALENTÍNUSARVÖFFLUR
  • Graflaxlúxussalat

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband